15.08.2013 10:25

Helga Björg HU 7


                   180. Helga Björg HU 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður á Akranesi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og var fyrsta skipið sem smíðað var á Íslandi með perustefni.  Endalok bátsinsu urðu þau að hann var rifinn við bryggju á Ísafirði og vélin sett í geymslu hjá skipasmíðastöðinni. Leifar bátsins voru svo urðaðar í félagsskap gamla lóðsbátsins og Blika ÞH 50. Úreltur vorið 1992.

Nöfn: Sigrún AK 71, Helga Björg HU 7, Hólmsberg KE 16, Þórður Sigurðsson KE 16, Framfari SH 42, Jón Halldórsson RE 2, Garðar GK 141 og Þorbjörn II GK 541.