15.08.2013 10:25
Helga Björg HU 7

180. Helga Björg HU 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður á Akranesi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og var fyrsta skipið sem smíðað var á Íslandi með perustefni. Endalok bátsinsu urðu þau að hann var rifinn við bryggju á Ísafirði og vélin sett í geymslu hjá skipasmíðastöðinni. Leifar bátsins voru svo urðaðar í félagsskap gamla lóðsbátsins og Blika ÞH 50. Úreltur vorið 1992.
Nöfn: Sigrún AK 71, Helga Björg HU 7, Hólmsberg KE 16, Þórður Sigurðsson KE 16, Framfari SH 42, Jón Halldórsson RE 2, Garðar GK 141 og Þorbjörn II GK 541.
Skrifað af Emil Páli
