15.08.2013 22:30
Á handfærum með Gauja Blakk á Stakki KE 86
Minn sjómannsferil, sem að vísu var ekki mjög langur, aðeins nokkur ár, hófst með því að ég réði mig um sumarið 1965, til handfæraveiða, eða Skak eins og það var kallað í þá daga, á Stakk KE 86, sem var 11 tonna bátur sem smíðaður hafði verið í Arnarvogi 1962. Skipstjórann og útgerðarmanninn Guðjón Jóhannsson, eða Gauja Blakk eins og hann var kallaður, þekkti ég áður.
Var róið í fyrstu frá Keflavík, en svo komum við líka að landi í Höfnum og eins fórum við upp undir Snæfellsnes og komum þá að landi á Arnarstapa. Aðallega komum við að landi á þessum stöðum til að geta sofið um borð í bátnum, en það var ósköp þæginlegt að sofna við sjávarguttlið. Miðað við daginn í dag, var þetta nokkuð annað, ekkert klósett og handfærarúllurnar dregnar upp með höndunum. Engu að síður var þetta eitt það skemmtilegasta úthald sem ég átti eftir að upplifa.
Oftast vorum við einir í róðrum, en þó kom Einar í Merki, sem var leigubílstjóri með okkur stundum.
Hér birti ég myndir sem ég tók meðan úthaldið stóð yfir og er það ekki endilega mikið um störfin um borð, heldur líka um landslagið sem við sáum frá borði, auk mynda af Gauja, Einari og múkkum, en þeir sóttu mikið að bátunum þegar við kúttuðum aflan, eins og þeir gera raunar enn í dag.

Múkkar við bátshliðina

Múkkar á flugi

Gauji Blakk, eða Guðjón Jóhannsson, við hlið stýrishússins og þarna sjáum við handfærarúllu eins og þá voru notaðar

Einar í Merki


Einar var mikill fuglavinur, eins og sést á þessum tveim neðri myndunum

Á leið inn til Keflavíkur með Hólmsbergið fyrir framan sig og framan við það er nafni bátsins, kletturinn Stakkur

Hér er Snæfellsjökull, í þó nokkri fjarlægð

Stakkur KE 86, stendur á björgunarhring bátsins, sem festur var við lúkkarskappann

Hér nálgust við meira Snæfellsnesið og jökull sést því betur

Það er varla hægt að greina land framundan, en þarna er Garðskaginn að koma í ljós


Garðskagavitarnir báðir koma betur og betur í ljós á þessum tveimur myndum

Hólmsbergið

Siglt inn Stakksfjörðinn og fjallarhringurinn með Keili í baksýn

Hólmsbergsviti, en vegna þess hve filman var orðin léleg eftir þessi tæpu 50 ár sést kletturinn Stakkur ekki © myndir Emil Páll, 1965
Var róið í fyrstu frá Keflavík, en svo komum við líka að landi í Höfnum og eins fórum við upp undir Snæfellsnes og komum þá að landi á Arnarstapa. Aðallega komum við að landi á þessum stöðum til að geta sofið um borð í bátnum, en það var ósköp þæginlegt að sofna við sjávarguttlið. Miðað við daginn í dag, var þetta nokkuð annað, ekkert klósett og handfærarúllurnar dregnar upp með höndunum. Engu að síður var þetta eitt það skemmtilegasta úthald sem ég átti eftir að upplifa.
Oftast vorum við einir í róðrum, en þó kom Einar í Merki, sem var leigubílstjóri með okkur stundum.
Hér birti ég myndir sem ég tók meðan úthaldið stóð yfir og er það ekki endilega mikið um störfin um borð, heldur líka um landslagið sem við sáum frá borði, auk mynda af Gauja, Einari og múkkum, en þeir sóttu mikið að bátunum þegar við kúttuðum aflan, eins og þeir gera raunar enn í dag.

Múkkar við bátshliðina

Múkkar á flugi

Gauji Blakk, eða Guðjón Jóhannsson, við hlið stýrishússins og þarna sjáum við handfærarúllu eins og þá voru notaðar

Einar í Merki


Einar var mikill fuglavinur, eins og sést á þessum tveim neðri myndunum

Á leið inn til Keflavíkur með Hólmsbergið fyrir framan sig og framan við það er nafni bátsins, kletturinn Stakkur

Hér er Snæfellsjökull, í þó nokkri fjarlægð

Stakkur KE 86, stendur á björgunarhring bátsins, sem festur var við lúkkarskappann

Hér nálgust við meira Snæfellsnesið og jökull sést því betur

Það er varla hægt að greina land framundan, en þarna er Garðskaginn að koma í ljós


Garðskagavitarnir báðir koma betur og betur í ljós á þessum tveimur myndum

Hólmsbergið

Siglt inn Stakksfjörðinn og fjallarhringurinn með Keili í baksýn

Hólmsbergsviti, en vegna þess hve filman var orðin léleg eftir þessi tæpu 50 ár sést kletturinn Stakkur ekki © myndir Emil Páll, 1965
Skrifað af Emil Páli
