13.08.2013 17:21

Stafnesið farið til Svalbarða?

Stafnes KE 130 lét úr höfn í Njarðvik nú um miðjan daginn og þegar þetta er skrifað stefnir báturinn norður Faxaflóann, en hann lét úr höfn fyrir rúmum tveimur klukkustundum. Sem kunnugt er muna hann vera við þjónustu á olíusvæðinu við Svalbarða næstu fjóra mánuðina.


                 964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. ágúst 2013

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Hver er skipstjóri þarna Emil?
Emil Páll Jónsson Garðar Valberg, sem gerði áður út vaktskipið Valberg VE 10.
Guðni Ölversson Hvaða bátur er þetta upphaflega? Ekki er þetta einn af Þrándheimsbátunum
Emil Páll Jónsson Jú. jú, smíðað í Trondheim 1964 og hét fyrst Bára SU 526.

Guðni Ölversson Það voru falegir bátar. Komu þeir ekki 4 til landsins. Bára og Vestamanneyjabátarnir Bergur og Huginn. Man ekki í svipinn hvert sá fjórði fór