12.08.2013 17:32
Mannbjörg þegar Glói sökk
Landhelgisgæslu Íslands barst um kl. 15:33 tilkynning frá fiskibátnum Björgu Jóns/7170 um að báturinn Glói/7192 hafi sokkið um 1 sjómílu vestur af Skálavík. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í Björgu Jóns. Björg Jóns sigldi með skipbrotsmanninn til Súgandafjarðar og annast lögreglan á Vestfjörðum skýrslutöku og rannsókn málsins.
Glói/7192 er 2 tonn að stærð og 6 metra langur trefjaplastbátur.

7192. Glói KE 92, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll, 2009
Skrifað af Emil Páli
