10.08.2013 22:45

Stafnes í olíuna við Svalbarða og spurning hvort Einar Sigurjónsson sé að draga Sonar í pottinn?

Til stóð að Stafnes KE 130 færi í dag áleiðis til Svalbarða þar sem hann verður þjónustuskip varðandi olíuna, næstu fjóra mánuði. Þegar þetta er skrifað er hann ekki farinn.

Björgunarskipið Einar Sigurjónsson úr Hafnarfirði hefur verið á leið út fyrir Garðaskaga í allan dag. Hef ég grun um að hann sé með eitthvað þungt í drætti og þá hugsanlega togarann Sonar sem er á leið í pottinn. Samkvæmt AIS-inu er Sonar farinn úr Hafnarfirði og Einar Sigurjónsson var nú í kvöld kominn um 70% af leiðinni frá Hafnarfirði og út fyrir Garðskaga.




                            964. Stafnes KE 130, við bryggju í Njarðvikurhöfn


                                      2593. Einar Sigurjónsson, í Hafnarfirði


                                      Sonar EK 9901, í Hafnarfirði  © myndir Emil Páll