09.08.2013 11:05

Sólfell GK 62: Sökk í Njarðvíkurhöfn - og sagan birt











   87. Sólfell GK 62, í Njarðvikurhöfn, þar sem hann sökk við
bryggju 21. janúar 1973 © myndir Emil Páll, janúar 1973

Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA, á Akureyri 1944. Sökk í Njarðvíkurhöfn 21. janúar 1973. Náð upp en talin ónýt og brennd undir Vogastapa 10. desember 1973.

Heiðrún ÍS var gerð út frá Suðurnesjum 1956 og 1957 undir skipstjórn Haraldar Ágústssonar og lagði þá upp í Höfnum og var Haraldur aflakóngur Suðurnesja þessi ár. Árið 1960 var báturinn gerður út frá Vogum og þá var skipstjóri Benedikt Árnason og var báturinn það árið aflahæstur í Vogum.

Sólfell GK 62 var með heimahöfn í Höfnum á Reykjanesi.

Nöfn: Hafborg MB 78, Heiðrún ÍS 4, Vestri BA 63 og Sólfell GK 62.