07.08.2013 22:05

Nammi namm - eitthvað fyrir bragðlaukanna.....

07.08.2013 20:04

Enn og aftur, Vopnafjörður

Góðan og margblessaðan daginn lesendur góðir jafnt til sjávar og sveita.  Helstu fréttir af Faxanum eru þær að hann hóf veiðar aðfaranótt þriðjudagsins suður af Hornafirði og voru teknar fjórar sköfur sem gáfu góð fimmhundruð tonn. Stímið af miðunum er um 145 sjómílur og er áætlaður komutími að bryggju á Vopna rétt fyrir klukkan sex í fyrramálið.

Kv. Faxagengið.

Þarna sést ferill Faxans suður af Hornafirði í dag.

Það var veisla hjá Faxagenginu um verslunarmannahelgina á Vopna.

Svenni Magg með gestakokk í eldhúsinu.

Steikurnar tilbúnar.

Mikið djöf...... lítur þetta vel út!

Svenni og Alli sem var gestakokkur að þessu sinni.

Ingó var vínþjónn í veislunni! Þarna er hann að kynna fyrir strákunum forláta rauðvín.

Já sæll! 

Veislan byrjuð.
               © myndir og myndatextar: Faxagengið, faxire9.123.is  7. ágúst 2013