07.08.2013 14:48
Bátur Lotnu sokkinn á Flatey
Um helgina fékk ég senda fjórar myndir af bátnum á botni hafnarinnar og birti þær auk sögu bátsins.
Vísir.is:
Bátur fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Lotnu á Flateyri sökk á laugardag þar sem hann var staðsettur í höfninni. Fyrirtækið var nýverið tímabundið svipt byggðakvóta.
„Það var engin mengun eða neitt þar sem allir olíutankar voru tómir,“ segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Hann segir engan vafa leika á því að eigendur bátsins beri ábyrgð á því að ná honum upp úr höfninni. „Þeir hafa fullvissað mig um að þeir ætli að ná honum upp,“ fullyrðir Guðmundur. Að hans sögn hófst undirbúningur við það strax í gær en báturinn hefur verið í höfninni í um tvö ár. „Þeir hafa eitthvað verið að róa á honum,“ telur Guðmundur.
