05.08.2013 19:34
Selma Dröfn BA 21 og Jón Páll BA 133
Hér er á ferðinni nokkra ára gömul mynd, því annar bátanna flutti eigandinn með sér til Noregs og hefur nú selt hann þar innanlands, en hinn er enn hér á landi þó með öðru nafni.
![]() |
2658. Selma Dröfn BA 21, sem eigandinn flutti með sér til Noregs og hefur nú selt þar innanlands og 2678. Jón Páll BA 133, sem hefur farið víðar um landið og heitir nú Kolbeinsey EA 252 © mynd bb.is |
Skrifað af Emil Páli

