05.08.2013 10:57
Nýr Rip bátur sjósettur - Duus.is?
Sjósettur hefur verið nýr RIP bátur fyrir 12 farþegar og liggur hann nú við bryggju í Grófinni Keflavík. Báturinn er ómerktur, þ.e. hvorki nafn né skipaskrárnúmer, aðeins íslenskir fánar. Nýlega þegar verið var að setja tækin í bátinn kom fram nafnið Duus.is, en hvort það er endarlegt veit ég ekki.

Duus.is ? - nýr RIP bátur í Grófinni, Keflavík í morgun © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2013
AF FACEBOOK:
Jón Páll Ásgeirsson Hann er með 12 sæti, þeir fara eftir reglunum þarna !!!
Skrifað af Emil Páli
