30.07.2013 16:45

Um stöðuna á Bláfellsbátuna sem voru inni þegar reksturinn stöðvaðist vegna eldsvoða

Þó nú sé rúmir tveir mánuðir síðan eldsvoði stöðvaði rekstu bátssmiðjunnar Bláfells ehf. á Ásbrú, er staða þeirra þriggja báta sem voru þar inni æði misjögn í dag.

Sá bátur sem í raun skemmdist í brunanum, Óríon BA 34 var sem kunnugt er fluttur til tjónaviðgerðar hjá Sólplasti í Sandgerði og er sú viðgerð langt komin, en síðan á eftir að lúka frá gangi á bátnum til að gera hann sjóklárann, en hvar það verður gert liggur ekki ljóst fyrir.

Ex Sæunn GK 660 sem stöðin eignaðist var nánast búinn í endurbótum þegar eldsvoðinn varð, en hann slapp þó við tjón. Fluttu eigendur hann upp í Grindavík til að klára hann.

Bátur af gerðinni Víkingur sem stöðin hefur haft sem íhlaupaverkefni frá upphafi, stóð síðast þegar ég vissi bak við húsið á Ásbrú.

Sama er raunar að segja með farþegabátinn sem verið var að framleiða fyrir Grænlendinga. Vinnsla við hann stöðvaðist og hefur hlutar úr honum legið bak við húsið á Ásbrú.

Hér birti ég síðustu myndinar sem ég tók af fyrrum Sæunni, en þarna var búið að sprauta bátinn, en ekki merkja, né setja í hann rúður og sitthvað meira.

Víkingurinn var fluttur út og stóð bak við húsið.




        

             6917. ex Sæunn GK 660, í húsnæði Bláfells á Ásbrú, 3. maí 2013, þ.e. fyrir brunann




                         Báturinn sem er að Víkingsgerð, eins og hann leit út 17. júlí 2013
                                                                  © myndir Emil Páll