30.07.2013 11:09
Siggi Bessa SF 97 og SF 197 / Siggi Bessa F-20-BF
Hér kemur frásögn af bátnum Sigga Bessa sem framleiddur var hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000 og fékk þá strax nafnið Siggi Bessa SF 97 og þegar nýr bátur kom með því nafni, fékk þessi númerið SF 197, en hélt nafninu. Síðan var hann seldur til Noregs 2009 og í dag heitir hann þar Siggi Bessa F-20-BF og er að ég held gerður út af sama íslensk/norska útgerðarfélaginu sem gerir út Ástu B.
Birti ég hér myndir af honum meðan hann var íslenskur og síðan aðra eftir að hann varð Norskur.

2397. Siggi Bessa SF 97 eða SF 197

Siggi Bessa F-20-BD ex 2397, í Båtsfjord, Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 25. júlí 2013
