30.07.2013 16:20
Losnaði af strandstað á flóðinu
mbl.is
Sædís Bára GK 88, sem strandaði við Skagaströnd í morgun komst af strandstað á flóðinu á fjórða tímanum í dag fyrir eigin vélarafli.
Ekki verður vart við leka á bátnum en nú er verið að landa um fjögurra tonna afla bátsins. Síðar verður botn bátsins myndaður til að athuga hvort allt sé í lagi með bátinn.
Missagt var í frétt fyrr í dag að Sædís Bára væri á línuveiðum því hún er gerð út á færaveiðar.
Skrifað af Emil Páli
Það var lán í óláni að Sædís Bára lenti hvorki á
Árbakkasteininum, sem er til vinstri eða djúpskerjunum sem eru fram af
honum.
mbl.is/Ólafur Bernódusson
