28.07.2013 14:33

Ótrúleg vinnubrögð

Þann 24. júlí 2013 fengum við leyfi frá Fiskistofu sem heyrir undír nýtt ráðuneyti atvinnumála um að við mættum stunda veiða á makríl í Grænleskri lögsögu. Hafði verið sett talsverð vinna í að fá leyfi frá Grænlandi og handhafa veiðileyfis þar. Var nú siglt af stað frá Eskifirði áleiðis á Grænlandsmið, en viti menn 25. júlí kemur afturköllun á veiðileyfinu frá Fiskistofu. VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA BANNAÐAR Í GRÆNLESKRI LÖGSÖGU. Vorum við komnir langleiðina á miðin en þurftum að snúa frá vegna frábærra vinnubragða Fiskistofu eða ráðuneytis atvinnumála. Maður hélt nú að þeir sem stjórna þjóðaskútunni í dag væru ekki jafnhræddir við Evrópusambandið og forverara þeirra, en ekkert virðist hafa breyst með nýrri ríkisstjórn í þeim efnum.

Komum heim um hádegi í dag eftir siglingu áleiðis á Grænlandsmið með ærnum tilkostnaði, veðrið var gott allan tímannn, settum Grænleska veiðieftirlitsmenn í land við Grindavík í gær og héldum áfram heim í blíðskapar veðri.