27.07.2013 14:30
Reykjanes GK 19



1913. Reykjanes GK 19, fyrir og eftir sjósetningu í Keflavíkurhöfn, 14. apríl 1988 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1988, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 14. apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.
Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertíð 1993 að hann var innsiglaður og þar til hann var sleginn nauðungaruppboðssölu í feb. 1994.
Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59, Hellnavík SU 59 og núverandi nafn: Hugborg SH 87.
Skrifað af Emil Páli
