26.07.2013 14:02

Glænýr Le Soleal til Hafnarfjarðar

Franska skemmtiferðaskipið "Le Soleal" lagðist að bryggju í Hafnarfirði kl 7 að morgni 23. júlí sl. "Le Soleal" er glænýtt skip, lagði í jómfrúarferð sína frá Feneyjum 30. júní síðastliðinn. Skipið er lúxus skip, þar sem íburður er í hverju horni. Rúm er fyrir 260 farþega um borð. 148 manna áhöfn siglir skipinu örugglega um höfin og sér til þess að farþega skorti ekkert um borð. 
Hafnarstjóri Már Sveinbjörnsson fór um borð og afhenti skipstjóra "Le Soleal" Remi Genevas skjöld til minningar um fyrstu heimsóknina til Hafnarfjarðar.
Frá Hafnarfirði sigldi "Le Soleal" 24. júlí norður um land meðal annars til Grímseyjar.
Skipið kemur til Hafnarfjarðar aftur þriðjudaginn 30. júlí og verður þá í höfn ásamt systurskipi sínu "Le Boreal" og verða þau saman í höfn 30. og 31. júlí, ásamt þýska skemmtiferðaskipinu "Astor".


           Le Soleal, í Hafnarfirði, 23. júlí 2013

           Hafnarstjóri Már Sveinbjörnsson fór um borð og afhenti skipstjóra "Le Soleal" Remi Genevas skjöld til minningar um fyrstu heimsóknina til Hafnarfjarðar.

                           © myndir og texti: Af vef Hafnarfjarðarhafnar, frá 23. júlí 2013