24.07.2013 20:51
Nesfiskur búinn með úthlutaðann makrílkvóta - Eyborg ST 59 bjargar málum
Í kvöld kom togarinn Eyborg ST 59, með 90 kör af makríl til Keflavíkur fyrir Nesfisk ehf., í Garði. Fyrirtækið mun að sögn Bergs Þórs Eggertssonar vera búið með úthlutaðann makrílkvóta, en Eyborgin sem er frystiskip er með 400 tonna kvóta og er stefnt að því að þeim afla verði landað hjá Nesfiski. Vonast menn til að viðbótarkvóti verði síðan gefinn út er líða tekur á ágúst mánuð.
![]() |
||
|
Skrifað af Emil Páli


