23.07.2013 09:30
Skógey SF 53 og Yngvi GK 21

974. Skógey SF 53 og sá rauði litli er 913. Yngvi GK 21

974. Skógey SF 53, í Skipasmíðastöð Njarðvikur © myndir Emil Páll
913.
Smíðaður á Akranesi 1961. Hann sökk skammt frá Gróttu 28.feb. 1988. Mannbjörg.
Nöfn: Yngvi AK 36, Yngvi GK 21, Yngvi ÍS 89, Ella SH 145, Framfari SU 67, Víðir SI 5, Víðir KE 101 og Víðir SH 301
974.
Smíðanúmer 410 hjá Elbe Werdt Gmbh, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar, Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., 1988. Eftir að allt rafmagn skipsins skemmdist i eldi í Sandgerðishöfn í júlí 1995, var ákveðið að úrelda skipið. Var því siglt frá Sandgerði áleiðis til Spánar á bilinu 15. til 20. apríl 1996 af Grétari Mar Jónssyni.
Raunar átti í upphafi að afhenda skipið í Englandi, en kaupandinn lét ekki sjá sig og var því ákveðið að leggja skipinu þar og áhöfnin færi heim með flugi, en kvöldið áður kom maður, sem keypti skipið óvænt og sá var Spánverji, sem skráði skipið síðan í Englandi. Var skipið afskráð úr íslenskum skipastóli 3. maí 1996.
Gekk undir nafninu Austur-Þýski öldungurinn, því hann var lengi vel eini af 18 systurskipum sem ekki höfðu verið farið í gegn um veigamiklar breytingar, ss. stækkun og lengi vel yfirbyggingu. Af þessum hópi systurskipa er talið að 75-90% hafi haft einhverja viðdvöl í fiskiskipaflota Suðurnesjamanna.
Nöfn: Gullver NS 12, Gullberg NS 11, Akurey II SF 53, Skógey SF 53, Bergur Vigfús GK 53 og Bergur FD 400.
