23.07.2013 22:30

Sjávarsýn: Hjá Einari ríka, Helguvík, Hólmsberg, Leira, Garður, Gerðabryggja og Nesfiskur

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók fyrir tæplega hálfum mánuði, eða nánar tiltekið 11. júlí sl. er ég fór í hvalaskoðun með Moby Dick og því eru myndirnar teknar frá sjó. Fyrst sjáum við  hús sem lengi vel var í eigu Einars ríka, þ.e. Einars Sigurðssonar og bar þá nafnið Hraðfrystistöðin í Keflavík. Þá sjáum við Helguvíkina, Hólmsbergið, Leiruna, Garðinn, Gerðabryggju og að lokum byggingar Nesfisks hf. Varðandi Gerðabryggjuna, þá er svo furðulegt sem það nú er að þangað koma nánast engin skip, þótt svo að mörg skip og þ.á.m. togarar, eru með heimahöfn í Garði, en geta aldrei komið þar að bryggju.




                Tveggja hæða húsið við Keflavíkurhöfn, var í eina tíð Hraðfrystistöðin í Keflavík í eigu Einars ríka












                   Helguvík, fiskimjölsverksmiðjan, flokkunarstöðin og einnig er þarna tankar fyrir danskt sement sem flutt er inn


                Hólmsberg og er myndin er skoðuð vel sést kletturinn Stakkur framan við bergið


                                                   Leiran, þar sem golfvöllurinn er








                                                            Garðurinn


                            Endinn á Gerðabryggju og Nesfiskur þar fyrir ofan




                                                                     Nesfiskur

                                            © myndir Emil Páll, 11. júlí 2013