23.07.2013 16:24
Gerður ÞH 110, úr slippnum áðan - fer í pottinn
Núna rétt áðan var Gerði ÞH 110, slakað niður úr slippnum í Njarðvík og tók hafnsögubáturinn Auðunn við bátnum og dró að bryggju í Njarðvikurhöfn. Segir sagan að Sigurður VE 15, muni síðan taka bátinn í tog með sér í pottinn. Spurningin er hinsvegar hvort það sé rétt þar sem talað er um að þessi fari til Belgíu en Sigurður er seldur til Danmerkur. Fyrir framan Gerði liggur nú Skálafell ÁR 50 og því spurning hvort það sé ekki frekar það skip sem er að fara að draga hann, en allt kemur þetta í ljós á næstu dögum.

1125. Gerður ÞH 110, í sleðanum, við slippbryggjuna í Njarðvik, í dag og 2043. Auðunn bíður aftan við bátinn

Gerður laus frá sleðanum og Auðunn tekur bátinn í tog


2043. Auðunn dregur 1125. Gerði út á meira dýpi

Hér sést á milli garðanna, þegar skipin eru á leið á stað þann sem Gerður verður þar til báturinn fer í sína hinstu för

1125. Gerður ÞH 110, í Njarðvíkurhöfn núna áðan © myndir Emil Páll, 23. júlí 2013
