21.07.2013 22:57

Íslenskir trefjaglersbátar


           Þetta er forsíða Mótorsports, 1.tbl. 1980 og eins og þarna kemur fram er fjallað um í blaðinu Planandi fiskibát og um þennan bát verður fjallað núna, en þó ekki allt sem í greininni stendur. Mun ég hefja leikinn á að birta myndir af síðunum þremur sem fjalla um málið inni í blaðinu. Síðan birti ég stærri myndir af þeim sem birtast í blaðinu og að lokum sögu bátsins, því hann er til ennþá. Birti ég myndir úr blaðinu, svo og tvær aðrar og aðra þeirra tók ég í vor af bátnum. En áður kemur smá formáli frá mér:

Í blaðinu Mótorsport, 1. Tbl. 1980 hefst frásögn undir þessari fyrirsögn á eftirfarandi máta:

,,Það fyrirtæki sem mest hefur boirð á á sviði smábátaframleiðslu á Íslandi er Mótun hf. Þar eru framleiddir í dag 4 gerðir af bátum en alls hafa 170 bátar verið framleiddir frá stofnun fyrirtækisins, sem var í mars 1977.

Þekktastur af bátunum er vafalaust ,, Mótun 24",  ,,Færeyingurinn eins og hann er gjarnan kallað  aður . Eins og sú nafngift bendir til rekur þessi bátur ætt sína til frænda okkar Færeyinga . ,,Mótun 24" er 7,3 m á lengd og mælist rúm 2 tonn að þyngd, en burðargetan er mun meiri og er dæmi um að menn hafi komið með 3,1 tonn af fiski í land.

Þeir í mótun h.f. hafa verið býsna iðnir við að koma fram með nýjungar og breytingar á bátum sínum."

Hér læt ég staðarnumið með upptalningu úr blaðinu, en birti þess í stað myndir af síðunum og myndum sem fylgdu þessu.  Aðallega er þarna talað um einn ákveðinn bát og svo skemmtilega vill til að hann er ennþá til og birti ég myndir af honum undir þremur nöfnum og síðustu myndina tók ég einmitt í vor af bátnum í höfn í Ólafsvík.

EF ÉG man rétt þá stóðu þeir Reginn Grímsson og Guðmundur man ekki hver son að þessu fyrirtæki á þessum árum. Því samstarfi lauk síðan með því að Guðmundur stofnaði Bátasmiðju Guðmundar og hóf að framleiða Sómabáta, en Reginn hélt áfram að framleiða undir nafni Mótunar, en bátarnir hans voru nefndir  Gáski. 

Mótin af Mótunarbátunum eru nú í eigu Sólplasts í Sandgerði.

Kemur fyrir neðan umfjöllunina úr blaðinu myndirnar af bátnum svo og  saga hans fram til dagsins í dag.



                   Fyrsta síðan sem fjallar um bátinn

 

               
         Önnur síðan þar sem fjallað er um málið



              Hér er þriðja síðan sem fjallað er um málið og nú koma myndirnar og texti undir þeim, þó ekki sá sem er í blaðinu, heldur texti frá mér


          Reginn Grímsson sýnir aðstöðuna við stýrið


                                           Vaskur sem er í bátnum



 
                                                 
                                          Svona er innan borðs


                                                        Báturinn planar


                              Séð ofan í bátinn B1166, Svan ST 6


                                          Reginn, í vélarrúminu


 

                                  Sómi 600, eins og hann leit út í upphafi


                              Hér kemur Saga bátsins, 6166. (B1166)



 

                  6166. (B1166) Svanur ST 6 © myndir Mótorsport 1. tbl. 1980

                  

                     6166. Sleipnir ÁR 19 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

                              

                6166. Krókur SH 97, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013


 Smíðaður úr Plasti hjá Mótun hf., í Hafnarfirði 1980. Lengdur 1991.

  Nöfn: Svanur ST 6, Bjarmi ÍS 214, Sleipnir ÍS 35,  Sleipnir ÁR 19, Manni ÞH 81 og núverandi nafn: Krókur SH 97


AF Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson Guðmundur Lárusson hét maðurinn og hann stofnaði svo Bátasmiðju Guðmundar fyrirtæki sem starfaði í yfir 20 ár og framleiddi rúmlega 430 báta á þeim tíma. Mótunn 25 feta hraðfiskibátur var undanfari Sómabátana að mörguleiti og Bátasmiðjan Mótun hf gekk í gegnum mörg tímabil. Það þarf einhver að taka sig til og skrifa sögu þessara fyrirtækja