18.07.2013 17:33

Kári RE 254

Áður hefur ég birt myndir af þessum báti, en fann enga tengingu varðandi bátinn frekar, en nú er ég búinn að hafa upp á því og kemur því hér saga bátsins, fyrir neðan myndirnar sem ég hef áður birt.




                         5166. Kári RE 254, á Fitjum í Njarðvik © myndir Emil Páll, 1975

Ókunnugt um smíðastað, eða smiðaár, en endurbyggður Akranesi 1953. Sökk skammt undan Gróttu 28. jan. 1978 á leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Einn maður var um borð og komst hann í gúmíbát og var bjargað yfir i olíuskipið Litlafell

Ekki er vita um sögu bátsins til ársins 1962, en eftir það var hún svohljóðandi: Kári AK 19, Kári RE 254 og Svanur SH 242.