15.07.2013 14:06
Þrír SH bátar saman í slipp í Njarðvík
Hér sjáum við þrjá báta með skráningarnúmerinu SH, sem voru samtímis í Skipasmíðastöð Njarðvikur í morgun. Raunar eru þeir allir búnir að vera í slippnum í nokkrun tíma, en ekki staðið samtímis á útisvæðinu fyrr en nú.
![]() |
Þrír SH bátar samtímis á útisvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvikur, í morgun. F.v. 1134. Steinunn SH 167, 1927. Birta SH 707 og 264. Gullhólmi SH 264 © mynd Emil Páll, 15. júlí 2013 |
Skrifað af Emil Páli

