14.07.2013 22:40

12 myndir úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1

Þegar ég birti myndir úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1 urðu þessar 12 eftir og birti ég þær því nú. Þær eru teknar á tímabilinu 27. júní til 6. júlí sl.


                           Það sést glögglega á þessari mynd að ,, Allir líta upp til hans"


            Skipstjórinn sjálfur á brúarvængnum ,,að tala niður til drengjanna" í orðsins fyllstu merkingu. Til að taka af allan vafa af, þá er hér um að ræða orðaleik, en sú merking að ,,tala niður til einhvers" í níðrandi merkingu er ekki til hér um borð og verður ekki.


              Um leið og Bjarki komst í stólinn þá var stefnan sett á Akureyri. Honum líður hvergi betur er fyrir norðan.


           Félagarnir Birgir, Björn og Halli eru gjörsamlega að troða í sig, enda eru kaffitímarnir stuttir á makrílnum, en þá eru frystitækin látin ráða för.


            Þarna er verið að losa makríl niður í móttökuna. Skipstjórinn athugar hvort þetta sé síldarblandað, sem reyndist ekki vera, bara ,,dræjari".


              Þórarinn í sunnudagskæðunum, skyrta og klassa hálsbindi með einföldum winstor hnút


                Eyþór sagðist ekki treysta sér út á dekk að grilla nema að fá hjálm, eftir að hann sá  commentið frá skólastjóra Sjómannaskólans, þar sem Hilmar Skammar skipstjórann okkar, lítillega fyrir að virða ekki öryggisreglurnar.


                          Kolagrillaðar kjúklingabringur að hætti meistarans


                 Hér er okkar maður, yfirstýrimaðurinn Friðrik Ingason, nýbúinn að leggja frá sér símtólið, þar sem hann spjallaði við félaganna í morgunútvarpinu á Rás 2.


           Dásemdarveður gúið að vera síðustu daga og hafa síðast liðin kvöld verið afar litrík


            Spriklandi makríll rennur niður í móttökuna, sem fyllt er upp til hálfs kældum sjó


            Ólafur svellkaldur í litla plássinu sem er eftir í lestinni. Þetta verður orðið fullt fyrir miðnætti.

     
Síðustu myndirnar úr 5. veiðiferð 2203. Þerneyjar RE 1, teknar frá 27. júní til 6. júlí 2013 © myndir og myndatextar, skipverjar sem voru í þeirri veiðiferð.