14.07.2013 14:38
Röst SK 17 í Keflavík - og sagan
Nú fyrir nokkrum mínútum kom báturinn til hafnar í Keflavík og tók ég þá þessar myndir, enda fátítt að hann komi þar að landi, þó svo að eins og sést á sögunni fyrir neðan myndirnar var þetta í eina tíð, Suðurnesjaskip

1009. Röst SK 17, siglir inn Stakksfjörð í dag


Báturinn nálgast hafnargarðinn í Keflavík


Kominn inn í Keflavíkurhöfn

© myndir Emil Páll, í dag 14. júlí 2013
Smíðanúmer 262 hjá Lindstöls Skips & Batbyggeri A/S, Risör, Noregi 1966. Breytt í skuttskip á Ísafirði 1970. Yfirbyggður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1986. Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995, en hann ekki notaður.
Nöfn: Sóley ÍS 225, Sóley ÁR 50, aftur Sóley ÍS 225, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og núverandi nafn: Röst SK 17.
