13.07.2013 22:30
Fjórir vitar
EF siglt er frá Keflavík og út fyrir Garðskaga er siglt fram hjá fjórum vitum. Enginn þeirra er eins á litinn og í raun eru aðeins þrír þeirra gangfærir og þó aðallega tveir. Hér koma nokkrar myndir sem sýna þessa fjóra vita. Birtast myndirnar í þeirri röð sem vitarnir sjást ef siglt er frá Keflavik, en röðin þá er Vatnsnesviti, Hólmsbergsviti, Garðskagaviti (sá nýrri) og Garðskagaviti (sá eldri)



Vatnsnesviti, í Keflavík






Hólmsbergsviti, er rétt innan við bæjarmerki Garðs, en hann er um leið ákveðinn punktur, þar sem lína er dreginn frá honum og að Keilisnesi á Vatnsleysuströnd og innan við þá línu er Stakksfjörður. Kletturinn sem sést á sumum myndanna heitir Stakkur.



Garðskagaviti. Sá eldri er þessi minni sem er til hægri, en sá stærri og um leið sá til vinstri er nýrri vitinn
© myndir Emil Páll, frá Moby Dick, 11. júlí 2013



Vatnsnesviti, í Keflavík






Hólmsbergsviti, er rétt innan við bæjarmerki Garðs, en hann er um leið ákveðinn punktur, þar sem lína er dreginn frá honum og að Keilisnesi á Vatnsleysuströnd og innan við þá línu er Stakksfjörður. Kletturinn sem sést á sumum myndanna heitir Stakkur.



Garðskagaviti. Sá eldri er þessi minni sem er til hægri, en sá stærri og um leið sá til vinstri er nýrri vitinn
© myndir Emil Páll, frá Moby Dick, 11. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
