13.07.2013 10:40

Gulley KE 31 - myndir og saga bátsins

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi bátur svo fallegur, að ég tek myndir af honum við nánast hvert það tækifæri sem ég sé. Segja má að mig hlakkar mikið til að sjá hann á siglingu.






              1396. Gulley KE 31, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 12. júlí 2013

Bátur þessi hefur smíðanr. 2 hjá Básum hf. í Hafnarfirði, átti að smíðast í Vestmannaeyjum en fluttist vegna eldgossins til Hafnarfjarðar en smíði hans lauk 1974. Sumarið 2004 hófst endursmíði á bátnum á bryggjunni í Vogum og síðan hefur báturinn flakkað út í Gróf og inn í Njarðvík, en þar lauk endursmíðinni.

Báturinn hefur borið nöfnin: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38 og aftur Lena GK 72, Lena ÍS 61, Móna GK 303 og nú heitir hann Gulley KE 31.