10.07.2013 23:00
Skemmtileg uppákoma, þó svo að veðrið hafi verið óvinur ljósmyndaranna
Nú birti ég langa myndasyrpu, sem að hluta til er með tvö skip sem hafa í sumar fengið hér mikla myndasyrpu um sig. Tilefnið nú var að ÁHÖFNIN Á HÚNA var að koma til Keflavíkur til að halda tónleika til styrktar Landsbjörg, en farkostur þeirra er Húni II EA 740. Af því tilefni stóð til að tveir jafnaldrar sem báðir eru fæddir 1963, þ.e. Húni II og Moby Dick myndu mætast undir Hólmsberginu og sigla saman til Keflavíkurhafnar, en það fór þó öðruvísu og sennilega vegna þess að Húni var fyrr á ferðinni en menn áttu von á. En þessi bæði skip hafa áður fengið mikla kynningu hér á síðunni.
Engu að síður hafði björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein, svo og annar minni mætt Húna II úti í Garðsjó og sigldu því með skipinu í átt til Keflavíkur og er þeir voru að nálgast Vatnsnesið í Keflavík mættu þeir Moby Dick sem bættist í hópinn. Því miður var þéttur úði og mikil þoka þess valdandi að myndir voru kannski ekki eins góðar og menn áttu von á, en samt er furða hvað myndatakan tókst, en um borð í Moby Dick voru fjórir ljósmyndarar þ.e. þrír tengdir tveimur skipasíðum og síðan ljósmyndari frá Morgunblaðinu. Hverjir þetta eru sést á þeim myndum sem nú koma og sýna sem aðalmál þessarar færslu, öll skipin fjögur svo og ýmsar mannamyndir sem gaman er af.

108. Húni II EA 740 og 2310. Hannes Þ, Hafstein, koma brunandi inn Stakksfjörðinn



108. Húni II EA 740, mætir Moby Dick og þar með ljósmyndaragenginu

Jafnaldrarnir búnir að mætast og flauta hvor á annan



Hér er Húni II búinn að mæta Moby Dick og sá síðarnefndi snýr því við og fer á eftir honum

Markús Karl Valsson (Krúsi stillir myndavélina) er Húni og Moby Dick eru komnir á sömu leið


Tveir fimmtugir og báðir mjög glæsilegir þarna á ferð


2310. Hannes Þ. Hafstein er frá árinu 1973 og því aðeins 10 árum yngri en Húni II og Moby Dick. Mun þetta vera elsti björgunarbátur landsins sem enn er í notkun

2310. Hannes Þ. Hafstein og 7673. Njörður Garðarsson






Þeir á 7673. Nirði Garðarssyni fóru margar hringi í kring um okkur, enda vissu þeir að þarna var ljósmyndaragengið. Hér sést loksins almennilega til lands, enda erum við komnir alveg upp undir Keflavíkurhöfn

Þótt skyggnið sé slæmt sökum þokunnar og rigningarinnar sést byggðin í Keflavík, þegar 2310. Hannes Þ, Hafstein og 108. Húni II EA 740, beygja inn í Keflavíkurhöfn

108. Húni II EA 740, kominn að bryggju í Keflavík og 2310. Hannes Þ. Hafstein rennir sér fram fyrir hann þar sem honum var úthlutað pláss

Hér sjáum við þrjá af fjórum ljósmyndurum sem voru um borð í Moby Dick. F.v. Emil Páll, síðan Reynir Sveinsson, fréttarritari Morgunblaðsins í Sandgerði og Markús Karl Valsson (Krúsi) síðueigandi.

Fjórði ljósmyndarinn, var Friðrik Friðriksson, en hann var aðstoðarmaður minn í þessari ferð

Guðmundur Falk, skipstjóri á Moby Dick


Helga Ingimundardóttir framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Keflavíkur sem gerir út Moby Dick og Reynir Sveinsson, fréttarritari MBL.

Jafnaldrarnir 108. Húni II EA 740 og 46. Moby Dick í Keflavíkurhöfn í dag. Endilega þurfti þokan að vera erfið þegar þessi mynd var tekin

Hvalaskoðun Keflavíkur, er með söluskúr og aðsetur á hafnargarðinum í Keflavík

Margt manna dreif að þegar bátarnir komu að bryggju, hér sjáum við m.a. hafnarverðina Jóhannes Jóhannesson og Jón Pétursson, hafnarstjórann Pétur Jóhannsson og Einar Magnússon stjórnarformann hafnarinnar

Helga Ingimundardóttir, Guðmundur Falk og vélstjóri Moby Dick sem ég veit ekki nafnið á, ræða við Krúsa (Markús Karl Valsson) og sonur hans fylgist með

Mugison, sem er einn af hljóðfæraleikurunum um borð

Hér er annar hljómsveitarmaðurinn, Jónas Sig, að spjalla við einhvern
© myndir Emil Páll og Friðrik Friðriksson, í dag, 10. júlí 2013
