09.07.2013 17:25
Þrjár stórar myndasyrpur
Vart hefur það farið fram hjá neinum að ég hef birt að undanförnu margar myndir er tengjast 2449. Steinunni SF 10. Myndir þessar hafa komið frá Geir Garðarssyni sem var skipstjóri þarna um borð um tíma og eru þær flestar ef ekki allar teknar af Pálma á árunum 2008 og 2009. Eins og ég hef sagt áður var hér vel á þriðja hundrað mynda og eftir daginn í dag er ég búinn að birta allar myndirnar sem ekki flokkast undir stærstu seríurnar, en um rétt rúmlega helmingur myndannar flokkast með þeim. Tæplega helmingur að þeim myndum sem enn eru óbirtar eru af mannskapnum um borð í skipinu, litlu færri tengjast veiðum og afla, en örfáir tugir eru fá vélbúnaði eða tækjum í skipinu.
Þetta eru það gríðarlega stórar seríur að ég mun dreifa þeim í marga syrpur sem birtast á þó nokkrum tíma. Eina vandamálið sem ég sé við þessar gríðarlegu syrpur er að það vantar allar upplýsingar um það sem sést á myndunum og eins mannanöfn, en vonandi eru þeir margir þarna úti sem vita vel um hvað er verið að ræða, þó það standi ekki undir viðkomandi myndum.
Í raun er svo að varðandi t.d. mannamyndirnar þekki ég aðeins tvo menn, þarna og koma þeir fram á þremur myndanna, sem ég birti nú.

Jósef Zarioh

Sigurður Garðarsson, bróðir Geirs skipstjóra

... og aftur Jósef Zarioh © myndir frá Geir Garðarssyni, fyrrum skipstjóra, ljósm.: Pálmi og eru myndirnar teknar um borð í 2449. Steinunni SF 10
