09.07.2013 15:30

Mannbjörg er Dísanna HF 63 brann og síðan sökk í morgun

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag, varð lítill fiskibátur alelda um tvær sjómílur norð-austur af Garðskaga í morgun. Um borð var einn maður sem komst í björgunarbát, en þaðan lét hann vita til lands um hvað hafði gerst og var honum bjargað fljótlega úr björgunarbátnum. Sökk hinn logandi bátur síðan stuttu síðar. Umræddur bátur var Dísanna HF 63




                5972. Dísanna HF 63, í Grófinni, Keflavík © myndir Emil Páll. Fyrri myndin var tekin 18. maí 2012 en sú neðri 27. október sama ár