05.07.2013 22:21

Jón Páll Jakobsson, Bíldudal

                                                       4. júlí 2013

En allt gott er að frétta er staddur á Bíldudal í smá fríi og á meðan liggur Strömöygutt bundinn við bryggju í Berlevaag. Náðum við að fara í einn línuróður áður en undirritaður skellti sér heim á " Bíldudals grænar" ( og í leiðinni á námskeið í Sæbjörgu). Við rérum langt út í haf og fengum ca 100 kg á hvern stamp (bala). Ég er væntanlegur út á helginni Þ.e.a.s verð kominn þarna norður á mánudagskvöld. Þá er á stefnuskránni að flytja okkur frá Berlevag til Batsfjörd sem er aðeins austar.

 

En á Bíldudals grænum var farið í rækjuróður til að ná í rækju fyrir gesti sem var svo soðin á Laugardeginum. Má segja að það hafi verið fullmannað um borð í Andra BA-101, margra áratuga reynsla við rækjuveiðar í firðinum komin saman til að finna pödduna. Reyndist það líka létt og vorum við ekki lengi að veiða það magn sem þurfti fyrir hátíðina.

 

P6280006

 

Áhöfnin á Andra BA síðasta Föstudag. En í áhöfn voru fyrir utan undirritaðann. Snæbjörn Árnason, Gunnar Karl Garðarson, Heiðar Baldursson, Arnar Þórðarson, Guðmundur Kristinsson (fulltrúi Hafró sendur af yfirsuðumanni hátíðarinnar Guðmundi Bjarnasyni) og Svanur Þór Jónsson.

 

 

 

 

 

 

P6280007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280012

 

 

 

 

 

 

 

 

                   



                     Trollið látið fara. Heiðar með þetta allt á hreinu

 

P6280022

 

 

 

 

 

 






                                                     Lásað í hlera

 

P6280030

 

 

 









                     Trollið tekið. Reyndist vera bara ágæt í eftir 40 mín sköfu

 

                          © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, 28. júní 2013