30.06.2013 00:26

Dapurleg sjón á Blönduósi

Sigurbrandur Jakobsson:  Skrapp á Blönduós þann fallega bæ en því miður var myndefnið dapurlegt og maður er hálf miður sín.

Fyrst er lítil skekkta með utanborðsmótor sem ég veit ekki meiri deili á en lítur þokkalega út.
Svo er syrpa af 1677 Jóni Forseta drabbast niður við tóma höfnina á Blönduósi
Bátarnir 2 sem eru saman á myndini veit ég ekki heldur déili á en ég var þó búinn að finna út hver sá afturbyggði er fyrir um áratug þegar ég sá hann inní skemmu á Blönduósi í endurnýjun sem ekki virðist hafa verið kláruð til fulls


                                                           Lítil skekkta














                     1677.  Jón Forseti að drabbast niður við tóma höfnina á Blönduósi


                 Um þessa tvo segir Sigurbrandur:  Veit ég ekki  déili á en ég var þó búinn að finna út hver sá afturbyggði er fyrir um áratug þegar ég sá hann inní skemmu á Blönduósi í endurnýjun sem ekki virðist hafa verið kláruð til fulls

                           © myndir og texti, Sigurbrandur Jakobsson, 29. júní 2013