28.06.2013 23:00

Þrenning í dag hjá Sólplasti

Í dag gerðist það hjá Sólplasti í Sandgerði að þrír bátar komu við sögu í sama bilinu, en fyrirtæki hefur yfir fjórum innibilum að ráða. Gerðist þetta þannig að um kl. 9 í morgun kom Gullvagninn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til að sækja Pálínu Ágústsdóttur GK 1 og aka með hana til sjávar í Sandgerði.  Bátur þessi  hefur skipt um lit, svo menn tóku vel eftir, meðan hann var hjá Sólplasti, auk annarra breytinga. Um leið og Pálína Ágústsdóttir var farin út, var björgunarbáturinn Þorsteinn tekinn inn í bilið til smá lagfæringa og lauk þeim á sjöunda tímanum í kvöld og sá bátur fór út er björgunarsveitin sótti hann. Þá kom Óríon BA 34 sem hefur verið á útisvæði fyrirtækisins síðan hann kom frá Bláfelli á Ásbrú, en gera á við brunaskemmdir á bátnum eftir eldsvoða hjá Bláfelli.  Meðan hann var á útisvæðinu var sótið þrifið af honum. Var Óríon settur  þá inn í þetta sama bil og því má segja að þrír bátar hafi skipst um veru í þessu bili í dag.

Birti ég nú þá lengstu myndasyrpu sem ég hef birt hér á síðunni, en eins og fram hefur komið er hún af þremur bátum. Fiskibátarnir báðir eru með jafn margar myndir en björgunarbáturinn fær færri myndir, enda var vera hans stutt.

Serían verður kaflaskipt miðað við bátsnöfnin og því eru kaflarnir þrír að tölu.

 Pálína Ágústsdóttir GK 1

  

                 Gullvagninn, leggur á stað, frá Sólplasti, með 2640. Pálínu Ágústsdóttur GK 1

               Hér eru báturinn og Gullvagninn komnir út af athafnarsvæði Sólplasts og ekki fer á milli mála að nýi liturinn á bátnum fer honum vel

                                    Beygt út af Strandgötunni og í átt að Sandgerðishöfn


             Þetta er sjaldséð sjón. Höfuðstöðvar útgerðarfélagsins, á sömu mynd og báturinn

                       Þá er sjálf sjósetningin hafin, í Sandgerðishöfn í morgun

                                              Báturinn losnar frá Gullvagninum

                                                Báturinn kominn í gang og bakkað frá

                                                          Báturinn kominn á ferð

                          Það fer ekki á milli mála að heimahöfnin er í SANDGERÐI

                2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, komin að bryggju í Sandgerðishöfn í morgun

                                                     Þorsteinn

 

                    Búið að hengja kerruna með 7647. Þorsteini, aftan í bíl Sólplasts, í morgun

                              Báturinn kominn inn í hús, Sólplasts rétt fyrir kl. 10 í morgun

                Björgunarsveitarbíll frá Sigurvon, gerður tilbúinn til að draga bátinn út um kl. 18 í kvöld

                                   7647. Þorsteinn, kominn út úr húsi Sólplasts

                               Báturinn á leið út af athafnarsvæði Sólplasts

 

                                                                Óríon BA 34

 

                 7762.  Óríon BA 34, sótlaus bíður eftir að verða settur aftan í bíl  og dreginn inn í hús hjá Sólplasti upp úr kl. 18 í kvöld

             

                     Báturinn dreginn út á planið í rétta stöðu til að bakka með hann inn

               Báturinn kominn inn í hús hjá Sólplasti þegar klukkan var farin að nálgast 19, í kvöld

               Báturinn laus við bílinn og 7762. Óríon BA 34, kominn á þann stað sem hann mun vera í einhvern tíma, eða meðan gert verður við hann

 

                            © myndir Emil Páll, í dag, 28. júní 2013