28.06.2013 16:45

Þórshamar RE 28 og Erlingur VE 295


           607. Þórshamar RE 28 og 392. Erlingur VE 295, í slippnum í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar


392.

Smíðaður hjá Friðrikssund Skipsverft, Freerikssund, Danmörku 1930. Átt að gera að safngrip í Vestmannaeyjum 25. okt. 1990. Er ekki viss hvort þau áform urðu.

Strandaði í sinni fyrstu heimferð í Garðinn, á Mýrdalssandi við Slýjafjöru 2. okt. 1930. Brotnaði og sökk í sandinn. Tekinn af skrá. Síðan bjargað úr sandinum og settur aftur á skrá 1933 eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja.

Nöfn: Gardi, Erlingur GK, Erlingur VE 295, Erlingur I VE 295, aftur Erlingur VE 295 og Erlingur Rán HF 342. Var með nafnið Erlingur VE í 57 ár.

607.

Smíðaður í Danmörku 1934. Sökk í Keflavíkurhöfn og fljótlega eftir að honum var náð upp var hann fluttur til Vestmannaeyja, þar sem hann dagði uppi í slippnum. Formlega var hann þó talinn ónýtur og tekinn af skrá 25. júlí 1973.

Nöfn: Huginn III ÍS 93, Víðir GK 510,  Ísleifur III VE 336 og Þórhamar RE 28.