28.06.2013 14:45

Ónýtur eftir sjótjón - Bliki GK 65

Bátur þessi var nýlega keyptur frá Ólafsvík og var á leið þaðan til Neskaupstaðar, sem var nýi útgerðarstaður hans. Lenti hann í sjótjóni og dæmdur ónýtur á eftir, nánar fyrir neðan myndirnar.




   423. Bliki GK 65, í Keflavíkurhöfn og hér sést greinilega að frammastrið brotnaði m.a.




   423. Bliki GK 65, hér er verið að láta fjara undan honum til að skoða tjónið betur © myndir Emil Páll í maí 1986.

Smíðaður á Siglufirði 1960. Báturinn var nýkeyptur frá Ólafsvík í maí 1986 og var á leið til nýrrar heimahafnar á Neskaupstað, er hann lenti í stórsjó á Faxaflóa og komst við illan leik til Keflavíkur. Eins og sést á efri myndinni brotnaði m.a. frammastrið, en skemmdir voru þó meiri en það og því fóru leikar þannig að hann var dæmdur ónýtur vegna fúa og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1987.

Nöfn: Nonni SK 101, Freyja SU 311, Bliki SH 35 og Bliki GK 65.