27.06.2013 11:11

Sigurborg AK 375 / Sigurborg KE 375 - nú Sigurborg SH 12










        1019. Sigurborg AK 375, kemur nýkeypt til Keflavíkur © mynd Emil Páll 1986


                               1019. Sigurborg AK 375 © mynd Emil Páll, 1986


                              1019. Sigurborg KE 375 © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 108 hjá Hommelsvik Mek Verksted A/S, Homelsvik, Noregi 1966. Yfirbyggður Bretlandi 1977.

Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann.

Til að komast hjá forkaupsrétti Vestmannaeyjarbæjar, er skipið var selt á gamlársdag 1994, var kaupandinn, Vonin hf., fyrst skráð í Vestmannaeyjum, en flutti síðan lögheimili sitt nokkrum dögum síðar til Hvammstanga.

Nöfn: Sveinn Sveinbjörnsson NK 55, Freyja RE 38, Sigurborg AK 375, Sigurborg KE 375, Sigurborg VE 121, Sigurborg HU 100 og núverandi nafn: Sigurborg SH 12.