25.06.2013 23:00
Síðari hluti mynda úr 5. veiðiferð Þerneyjar RE 1, sem er að ljúka
Fyrir um 4 klukkustundum settu þeir þessi skilaboð inn á síðuna sína:
Hættir veiðum í bili, lestin er full og þá höfum við ekkert að gera lengur á sjó, löndunarstrákarnir í höfuðborginni verða ekki í vandræðum með að losa skipið á morgun fyrir okkur og svo siglum við aftur á miðin um leið og þeir hafa klárað en reikna má með að það verði kl.22:00 sem við látum úr höfn. Það er því vinsamleg ábending til þeirra kvenna sem eiga þessa jaxla hérna um borð að kaupa steik á grillið og einn lítinn öllara (passa að það sé nóg gas á kútnum) og ekki láta þá slá blettinn eða eitthvað álíka.
Overandout
Það er því ekki seinna vænna að ljúka myndasyrpu frá þeim úr þessari veiðiferð sem er sú 5. á yfirstandandi ári og koma hér því seinni hluti syrpunnar:

Það klárast stundum eldsneytið og þá hlaða menn batterýin þegar stund gefst milli stríða og mæta ferskirtil leiks eftir 10 mín. lúr

Örvar og Keli við kvöldverðarborðið

Reffilegur meistarinn að steikja franskar með kjúklingnum

Ný vaknaðir og ferskir. Siglfirðingurinn Anton Páll, Vestfjarðarvíkingurinn Addi Sæm og Júlli marin, nýi maðurinn sem við fengum af Helgu Maríu AK

Skipstjórinn Ægir, Kristján vélstjóri og Valdi og samkvæmt venju var Kristján með fría næringaráðgjöf fyrir þá sem vilja, en hann er ötull baráttumaður um holt og gott mataræði

Óli að koma upp úr frystilestinni - 32°C og kíkti aðeins niður í bræðslu í + 38°C

Þórarinn að velta fyrir sér hvort hann eigi að byrja að þrífa fresta eða aftasta tækið. Valkvíði ???

Fyrsti makríl-skammturinn, 7-8 tonn

Nóg að gera við að koma makrílnum í frost

Þetta mjakast, komið í 5 tæki af 7

Formaðurinn að taka úr tækinu ,,blokk frosinn makríll"

Strákarnir í blíðviðrinu í dag (sl. laugardag), að gera klár til að láta fara aftur

Dásamlegt veður, sést aðeins móta fyrir Mýrdalsjökli í fjaska

Meistarakokkurinn Eyþór Kristjánsson, gefur ekkert eftir í líkamsræktinni. Hér er tekið á því á dekkinu, armbeygjur, upphífingar, stigahlaup o.fl.

Þetta er tekið að kvöldi 22.6., það hækkar hratt í lestinni, þegar yfir 2500 kassar fara niður á sólarhring (Björninn er þarna aftast, sést aðins í hramminn á honum)

Þetta er tekið í morgun, 25.6.,en hér er ,,Polar Björn" eða ,,Ísbjörn" sem staðið hefur vaktina í frystilestinni, ásamt fleiri góðum drengjum

Gamli jaxlinn, Ægir Fransson skipstjóri aðeins að kíkja á, hvað var í þessu

O, litli kútur að leika sér í playstation. Keli yfirvélstjóri spilar golf i leikjatölvunni af miklum móð
Úr 5. veiðiferð 2013 © myndir og texti: Skipverjar á 2203. Þerney RE 1
Skrifað af Emil Páli
