25.06.2013 22:15
Haukur Böðvarsson ÍS 847, fyrir og eftir sjósetningu og sagan skipsins í prent máli

1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, tilbúinn til sjósetningar hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1984.

1686. Haukur Böðvarsson ÍS 847, eftir sjósetningu © myndir Emil Páll, 1984 og 1985
Smíðanúmer 3 hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1985. Gefið nafn 25. ágúst 1984, sjósettur 28. ágúst og afhentur Þorsteini hf., 28. janúar 1985.
Kom fyrst til Suðurnesja undir Gullþórsnafninu á skírdag, 12. apríl 1990 og þá til Njarðvíkur.
Fyrsta skipið hérlendis með MTU-vél.
Lengdur, breikkaður, settar nýjar síður og perustefni hjá Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia, Póllandi 1996. Framkvæmdir tóku fimm mánuði og lauk þeim í október. Ný brú, nýr afturendi, lenging o.fl. unnin hjá Skipasmíðastöðinni Morcsa í Póllandi hausti 2000.
Nöfn: Haukur Böðvarsso ÍS 847, Gullþór KE 70, Gullþór EA 701, Kristján Þór EA 701, Gunnbjörn ÍS 302, Gunnbjörn ÍS 307 og núverandi nafn: Valbjörn ÍS 307.
Skrifað af Emil Páli
