25.06.2013 20:55

Er útgerð Fjólu KE komin í þrot?


                245. Fjóla KE 325, við bryggju í Njarðvík í kvöld © mynd Emil Páll, 25. júní 2013

Samkvæmt heimildum mínum eru komnir erfiðleikar með að halda áfram að betrumbæta Fjólu KE. Í allan vetur hafa staðið yfir breytingar í þá átt að jarðeðlisfræðingar gætu haft aðsetur í því plássi sem var lest bátsins. Var þetta gert vegna ferða til Grænlands sem eru eða voru á dagskrá í sumar, eins og raunar í fyrrasumar. Telja menn jafnvel að útgerð skipsins sé komin í sama farveg og fleiri fyrirtækis sem þessir menn hafa komið að á undanförnum árum.