23.06.2013 13:00

Óvissa með Bláfell

Mikil óvissa er með framhald á rekstri bátasmiðjunnar Bláfells á Ásbrú eftir að eldsvoði varð þar fyrir um mánuði síðan. Á tímabili stóð til að hefja reksturinn til bráðabirgða í öðru húsnæði og þá í Njarðvík, en ekkert hefur orðið af því.

Það eina sem sjáanlegt er að hafi gerst á þessum tíma var nú fyrir helgi þegar eini bátunn sem skemmdist í eldsvoðanum var tekin úr húsinu og fluttur til Sólplasts í Sandgerði, til viðgerðar. Á sama degi var sjósettur bátur í Reykjavík sem fyrirtækið hafði smíðað og gengið var frá í höfuðborginni.

Í dag eru þrír bátar á mismunandi stigi inni í húsinu. Einn þeirra var tekinn upp í bát sem seldur var nýr og er frágangi þess báts að mestu lokið. Þá á fyrirtækið bát af Víking-gerð, sem hefur verið íhlaupaverkefni frá upphafi og er töluvert í að hann sé búinn. Þriðji báturinn var nýhafin smíði á og er um að ræða farþegabát fyrir Grænlendinga.

Ekkert hefur verið unnið í þessum bátum né nokkru í húsinu síðan eldurinn kom upp.

Utan dyra eru þrír skrokkar og segi ég nánar frá þeim undir myndunum sem hér koma.


                                            Framhlið Bláfells ehf., á Ásbrú




           Stærri skrokkurinn er nú í eigu Íslendings sem er útgerðarmaður í Noregi, en hann lenti illa í bruna fyrir nokkrum árum og hefur skemmst meira og því óvíst hvort nokkuð verður gert við hann. Sá minni sem er milli þessa stóra og hússins, er í eigu aðila úti á landi og var upphaflega smíðaður í Mosfellsbæ og síðan fluttur til Bláfells þar sem eitthvað var sett í hann til viðbótar en hann átti síðan að fara annað til fullnaðarfrágangs


            Fyrir nokkrum árum var komið með þennan skrokk til Bláfells, en gera átti úr honum skemmtibát, en ekkert hefur gerst í þeim málum

                                       © myndir Emil Páll, 20. júní 2013