23.06.2013 11:49

Sólplast: Skemmtileg breyting á þremur vikum

Hér koma tvær myndir sem ég tók með þriggja vikna millibili af sama sjónarhorninu, þar sem stefni Pálínu Ágústsdóttur GK 1, kom út úr hurðinni hjá Sólplasti.


              2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin degi eftir að báturinn kom með Gullvagninum, 30. maí 2013


            2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 hjá Sólplasti. Myndin er tekin í gær 22. júní 2013, degi eftir að báturinn fór í þennan nýja búning © myndir Emil Páll

Stefnt er að því að báturinn fari síðan aftur með Gullvagninum eftir nokkra daga.