23.06.2013 10:50
Eigendur Núma HF, Dúu RE og Láru Magg ÍS, komin í þrot
Útgerð farþegabátsins Núma RE 44 hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og hefur þrotabúið selt bátinn til Dalvíkur þar sem hann hefur fengið nafnið Máni.
Skömmu fyrir gjaldþrotið var Dúa RE 400 keypt og voru hafnar breytingar á skipinu við bryggju í Grindavík og hafa þær því stöðvast. Sama má í raun segja með Láru Magga ÍS 86, sem fyrirtækið keypti fyrir nokkrum árum með það fyrir augum að breyta skipinu í skútu, en ekkert hefur verið gert í þeim málum og liggur skipið nú sem fyrr í Njarðvíkurhöfn.

1487. Númi RE 44, sem nú heitir Máni og er frá Dalvík

617. Dúa RE 400, í Grindavík

619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvík © myndir Emil Páll
Skömmu fyrir gjaldþrotið var Dúa RE 400 keypt og voru hafnar breytingar á skipinu við bryggju í Grindavík og hafa þær því stöðvast. Sama má í raun segja með Láru Magga ÍS 86, sem fyrirtækið keypti fyrir nokkrum árum með það fyrir augum að breyta skipinu í skútu, en ekkert hefur verið gert í þeim málum og liggur skipið nú sem fyrr í Njarðvíkurhöfn.

1487. Númi RE 44, sem nú heitir Máni og er frá Dalvík

617. Dúa RE 400, í Grindavík

619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvík © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
