22.06.2013 22:30
Olsen, bátarnir: saga í máli og myndum af alvarlega gölluðum bátum í fyrstu




Í Njarðvíkurhöfn f.v. 1767. Stekkjarhamar GK 37, 1985. Freyr ST 11 og 2039. Blíðfari GK 204

Sömu bátar, en röðin þessi: 2039. Blíðfari GK 204, 1985. Freyr ST 11 og 1767. Stekkjarhamar GK 37, við bryggju í Njarðvík
Hér kemur saga fjögurra systurskipa sem smíðaðir voru í Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvik, eftir teikningu Karls Olsen yngri á árunum 1987 til 1990. Kom strax í ljós að bátarnir voru alvarlega gallaðir og í raun stórhættulegir og því létu eigendur breikka þá strax. Eins sést á myndunum að þeim var breitt á ýmsa vegu, áður en kom að sjósetningu.
Af þessum bátum eru þrír enn í fullri drift, eftir lagfæringar, en sá sem hafði smíðanúmer 1 var stutt í gangi. Allt um það hér fyrir neðan myndirnar

2039. Blíðfari GK 204, í Njarðvík
2039. Smíðanr. 1 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1987, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Þó smíði hans lyki 1987 var hann ekki sjósettur fyrr en 3. ágúst 1989 og þá í Njarðvík. Strandaði við Þjósárósa 25. ágúst 1990 á leið frá Njarðvík til nýrra eigenda á Breiðdalsvík.
Nöfn: Blíðfari GK 204 og Vöggur GK 204.

1913. Reykjanes GK 19, í Keflavíkurhöfn, en þar var þessi sjósettur
1913. Smíðanr. 2 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. Njarðvík 1988, eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur í Keflavíkurhöfn 14. apríl 1988. Breikkaður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1988. Lengdur og hækkaður 1995.
Lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá vertíð 1993 að hann var innsiglaður og þar til hann var sleginn nauðungaruppboðssölu í feb. 1994.
Nöfn: Reykjanes GK 19, Hringur SH 277, Snúður HF 77, Hafdís HF 249, Óli Færeyingur SH 315, Þórey KE 23, Hellnavík AK 59 , Hellnavík SU 59 og núverandi nafn: Hugborg SH 87.

1767. Stekkjarhamar GK 37
1767. Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989. Lengdur og breikkaður uppi á bryggju í Kópavogi sumarið 1993.
Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Grindavík, en hann hætti við áður en smíði lauk.
Nöfn: Stekkjarhamar GK 207, Stekkjarhamar GK 37, Vikar KE 121, Bára SH 27, Grímsey ST 3, Grímsey ST 2, Keflvíkingur KE 50, Happasæll KE 94, Happi KE 95 og núverandi nafn: Kristín ÍS 141

1985. Freyr ST 11, fyrir sjósetningu

1985. Freyr ST 11, daginn sem hann var sjósettur, í Njarðvik
© myndir Emil Páll
1985. Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík 1989 eftir teikningu Karls Olsen yngri. Sjósettur 20.júlí 1989. Lengdur í miðju hjá Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði sumarið 1994.
Nöfn: Freyr ST 11, Njörður KE 208, Björn Kristjónsson SH 164, Kópanes SH 164, Kópanes EA 14 og núverandi nafn: Kópanes RE 164.
