22.06.2013 12:30

Sögufrægt skip : Hrólfur II RE 111 - í dag Herdís SH 173


                                      1771. Hrólfur II RE 111, í Keflavíkurhöfn


           1771. Hrólfur II RE 111, 1913. Reykjanes GK 19 o.fl. í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, upp úr 1990

Smíðað hjá Knörr hf. Akranesi 1987.

Bátur þessi er fyrsti báturinn sem bæjarfélag neytti forkaupsréttar á og sá eini sem sóttur var af bæjarfélagi til kaupanda, þar sem hann hafði verið seldur burt úr bæjarfélaginu án samþykkis bæjarfélagsins. Hafði aðili í Keflavík selt bátinn til Granda hf. í Reykjavík og samþykkti bæjarstjórn Keflavíkur að sækja bátinn. Fengnir voru fjórir menn sem allir voru í slökkviliði bæjarins til að sækja bátinn og meðal þeirra var bæjarstjórinn Ellert Eiríksson, svo og síðueigandi þessarar síðu Emil Páll og aðrir í áhöfninni voru Jóhannes Sigurðsson og Örn Bergsteinsson. Sigldum við bátnum til Keflavíkur á ný í júlí 1991. Þar var hann eftir smá lagfæringar seldur aðila innan bæjar sem gerði hann út í nokkra mánuði og tók af honum kvótann og seldi síðan með leyfi bæjarins bátinn út úr bæjarfélaginu að nýju, eftir að hafa auglýst hann án árangurs innan bæjarfélagsins.

Þessi sami bátur bar frá 14. júní til 14. júlí 2001 nafnið Baddý II GK 177, þó svo að annar bátur 458. Reynir, bæri þetta sama númer. Þennan tíma sem hann bar nafnið Baddý II, var hann þó skráður sem Einsi Jó GK 19.

Nöfn: Máni AK 73, Hrólfur II RE 111, Dagný AK 140, Dagný ÍS 728, Baddý II GK 177, Einsi Jó GK 19, Hreggnes SH 173 og núverandi nafn Herdís SH 173.