22.06.2013 08:15
Núpur ÞH 3, Stekkjarhamar GK 37 og Freyr ST 11 - allir enn til.

1591. Núpur ÞH 3, 1767. Stekkjarhamar GK 37 - í dag Kristín ÍS 141 og 1985. Freyr ST 11, í dag Kópanes RE 164, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll,
Saga Núps í stuttu máli:
Smíðaður í Póllandi 1976. Fluttur hingað til lands frá Færeyjum 1981. Lengdur 1998. Stór viðgerð eftir strand og þá m.a. nýtt stýrishús upp úr síðustu aldarmótum.
Hefur alltaf borið nafnið Núpur, bæði hérlendis og í Færeyjum.:
Nöfn: Núpur KG, Núpur BA 4, Núpur ÞH 3, Núpur SH 37 og núverandi nafn: Núpur BA 69
Saga hinna bátanna kemur síðar
Skrifað af Emil Páli
