20.06.2013 23:00
Bátur úr Bláfells-brunanum fluttur í dag til viðgerðar hjá Sólplasti í Sandgerði
Dagurinn í dag er kannski svolítið minnisstæður fyrir eigendur Bláfells, bátasmiðjunnar sem eldsvoði varð í fyrir réttum mánuði síðan. En einmitt í dag var sjósettur bátur sem þeir smíðuðu og var á höfuðborgarsvæðinu þar sem véla- og tækjabúnaður var settur niður og báturinn kláraður. Fór sjósetningin fram í Snarfarahöfn, en bátur þessi heitir Þrasi SH og er frá Ólafsvík og einmitt í dag stóð tryggingafélag fyrirtækisins fyrir því að bátur sá sem aðallega skemmdist í brunanum var fluttur annað til lagfæringar og var það til Sólplasts í Sandgerði.
Mun báturinn trúlegar verða þrifinn á morgun eða næstu daga og kemur þá í ljós hversu mikið þarf að gera við skrokk bátsins. Ljóst er þó að trúlega þarf að skipta um rafmagnið og hugsanlega að taka upp eða skipta um vélina og sitthvað meira.
Tók ég í dag myndasyrpu af því þegar báturinn var tekinn út úr húsi Bláfells á Ásbrú og settur á flutningavagn og síðan þegar komið var með bátinn til Sólplasts nú í kvöld.

7762. Óríon BA 34, inni í húsi Bláfells á Ásbrú, í dag


Báturinn á leið út úr húsinu



Björn Marteinsson, flutningabílstjóri við bátinn, sem er ansi sótugur


Nýsmíði nr. 16, hjá Bláfelli ehf.

Þegar hann er kominn út sést betur hversu sótugur hann er, hér er búið að undirbúa að lyfta honum upp á flutningavagninn

Hér er Björn Marteinsson, flutningabílstjóri (t.h.) að festa bátinn á vagninn og Óskar Guðmundsson, fulltrúi tryggingafélagsins og eigenda á staðnum fylgist með

Bátnum lyft upp á vagninn


Það er að ýmsu að hyggja áður en lagt er af stað ofan úr Ásbrú og til Sandgerðis og því virðist Óskar vera mjög hugsi yfir málum

Báturinn tilbúinn til ferðarinnar

Báturinn kominn til Sólplasts og hér er Elías Ingimarsson, hjá Bláfelli kominn á staðinn og fylgist með

Á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í kvöld f.v. Björn Marteinsson, flutningabílstjóri, Kristján Nielsen hjá Sólplasti og Óskar Guðmundsson, betur þekktur sem Sómamaðurinn, en hann hann hefur tengst Sómabátum frá blautu barnsbeini, enda var faðir hans eigandi að Bátasmiðju Guðmundar sem hóf smíði á Sómabátunum. Hér er hann þó sem fulltrúi tryggingafélagsins og eigenda bátsins.


Síðasti áfangi af þessum flutningi frá Bláfelli til Sólplasts undirbúinn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði

Bátnum lyft af vagninum sem var undir honum á flutningavagninum og yfir á þann vagn sem hann mun standa á meðan hann er hjá Sólplasti

7762. Óríon BA 34, kominn á þann stað sem hann verður þrifinn og síðan mun hann verða tekinn inn í hús hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, í dag, 20. júní 2013
Mun báturinn trúlegar verða þrifinn á morgun eða næstu daga og kemur þá í ljós hversu mikið þarf að gera við skrokk bátsins. Ljóst er þó að trúlega þarf að skipta um rafmagnið og hugsanlega að taka upp eða skipta um vélina og sitthvað meira.
Tók ég í dag myndasyrpu af því þegar báturinn var tekinn út úr húsi Bláfells á Ásbrú og settur á flutningavagn og síðan þegar komið var með bátinn til Sólplasts nú í kvöld.

7762. Óríon BA 34, inni í húsi Bláfells á Ásbrú, í dag


Báturinn á leið út úr húsinu



Björn Marteinsson, flutningabílstjóri við bátinn, sem er ansi sótugur


Nýsmíði nr. 16, hjá Bláfelli ehf.

Þegar hann er kominn út sést betur hversu sótugur hann er, hér er búið að undirbúa að lyfta honum upp á flutningavagninn

Hér er Björn Marteinsson, flutningabílstjóri (t.h.) að festa bátinn á vagninn og Óskar Guðmundsson, fulltrúi tryggingafélagsins og eigenda á staðnum fylgist með

Bátnum lyft upp á vagninn


Það er að ýmsu að hyggja áður en lagt er af stað ofan úr Ásbrú og til Sandgerðis og því virðist Óskar vera mjög hugsi yfir málum

Báturinn tilbúinn til ferðarinnar

Báturinn kominn til Sólplasts og hér er Elías Ingimarsson, hjá Bláfelli kominn á staðinn og fylgist með

Á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í kvöld f.v. Björn Marteinsson, flutningabílstjóri, Kristján Nielsen hjá Sólplasti og Óskar Guðmundsson, betur þekktur sem Sómamaðurinn, en hann hann hefur tengst Sómabátum frá blautu barnsbeini, enda var faðir hans eigandi að Bátasmiðju Guðmundar sem hóf smíði á Sómabátunum. Hér er hann þó sem fulltrúi tryggingafélagsins og eigenda bátsins.

Síðasti áfangi af þessum flutningi frá Bláfelli til Sólplasts undirbúinn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði

Bátnum lyft af vagninum sem var undir honum á flutningavagninum og yfir á þann vagn sem hann mun standa á meðan hann er hjá Sólplasti

7762. Óríon BA 34, kominn á þann stað sem hann verður þrifinn og síðan mun hann verða tekinn inn í hús hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, í dag, 20. júní 2013
Skrifað af Emil Páli
