19.06.2013 14:50

Ásbjörg ST 9 - nú Máni, frá Dalvík


                    1487. Ásbjörg ST 9, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 15 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1977, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík, Báturinn hljóp af stokkum 15. júní 1977 og var afhentur 1. júlí.

Kom í fyrsta sinn til Grundarfjarðar sem Valdimar SH 106, þann 8. apríl 2001.

Nöfn: Ásbjörg ST 9, Ásbjörg RE 79, Alli Júl ÞH 5, Valdimar SH 106, Númi KÓ 24, Númi HF 62, Númi RE 44
og nú fyrir nokkrum vikum fékk hann nafnið Máni og er í farþegaflutningum frá Dalvík.