19.06.2013 12:45

Siggi Sveins ÍS 29 - í dag Valur ÍS 20


                 1440. Siggi Sveins ÍS 29, í Daníelsslipp í Reykjavík © mynd Emil Páll


Smíðnúmer 34 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1975, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Afhentur í júlí 1975

Meðan báturinn var í smíðum urðu þrenn eigendaskipti á honum. Fyrst var það Bjarni Pétursson, Reykjavík, þá Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. og er hann hljóp af stokkum var eigandinn Eljan hf., Eskifirði.

Nöfn: Sólfaxi SU 12, Sólfaxi EA 75, Siggi Sveins ÍS 29, Halldór Sigurðsson ÍS 14 og núverandi nafn: Valur ÍS 20