19.06.2013 11:12
Skagaröst KE 70 (grínnafn í nokkra daga)

1427. Skagaröst KE 70, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í júlí 1975. Fórst austur af Skarðsfjöruvita 12. október 1996 ásamt þremur mönnum.
Nafnið Skagaröst KE 70, var að sögn Guðmundar Axelssonar, útgerðarmanns bátsins á þeim tíma, aðeins grinnafn hjá starfsmönnum Dráttarbrautar Keflavíkur. Báturinn hét Vala ÓF 2 og átti að verða Vala KE 70, en slippkarlarnir settu þá nafnið Skagaröst á bátinn.
Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70 (í nokkra daga), aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12
Skrifað af Emil Páli
