19.06.2013 11:12

Skagaröst KE 70 (grínnafn í nokkra daga)



                1427. Skagaröst KE 70, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í júlí 1975. Fórst austur af Skarðsfjöruvita 12. október 1996 ásamt þremur mönnum.

Nafnið Skagaröst KE 70, var að sögn Guðmundar Axelssonar, útgerðarmanns bátsins á þeim tíma, aðeins grinnafn hjá starfsmönnum Dráttarbrautar Keflavíkur. Báturinn hét Vala ÓF 2 og átti að verða Vala KE 70, en slippkarlarnir settu þá nafnið Skagaröst á bátinn.

Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70 (í nokkra daga), aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12