18.06.2013 20:35
Eldeyjar Hjalti GK 42

1125. Eldeyjar - Hjalti GK 42, í Njarðvik © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Einari S. Nielssen Mek Verksted A/S í Harstad í Noregi 1968. Yfirbyggður 1984.
Vél bátsins hrundi á vetrarvertíð 2003 og var það þá tekið upp í Njarðvíkurslipp og um sumarið selt ókunnum aðila, sem átti það í fáar vikur, áður en sölunni var rift. Þá var skipið selt til Rússlands en ekkert varð úr því og enn stendur skipið uppi í Njarðvíkurslipp, hver svo sem eigandi þess sé í dag.
Nöfn: Palomar T-22-SA, Kristján Guðmundsson ÍS 77, Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og Gerður ÞH 110.
Skrifað af Emil Páli
